Á einu ári: Sala heildsölu í samstarfi við Vöruvakt hækkar um 115,7 %
Þessi grein fjallar um heildsöluaðila sem hóf samstarf við Vöruvakt í janúar 2025. Frá upphafi hefur samstarfið einkennst af markvissri nálgun, góðum samskiptum og skýrri sameiginlegri sýn um að hámarka árangur í sölustöðum. Með samstilltu átaki í reglubundnu vörueftirliti og vel útfærðum kynningarherferðum tókst að styrkja sýnileika vörunnar, bæta aðgengi neytenda.
Með stolti getum við sagt að þessi vinna hefur skilað mælanlegum árangri, þar sem sala viðskiptavinarins hefur rúmlega tvöfaldast miðað við sama tímabil árið 2024. Samstarfið er skýrt dæmi um hvernig fagleg framkvæmd og náið samstarf getur haft afgerandi áhrif á vöxt og árangur hjá heildsölum á Íslandi.
Við höfum vaxið hratt með viðskiptavinum okkar og leggjum áherslu á náið samstarf og áreiðanlega þjónustu.